ForsíđaUm BÍSŢjónustuverkefniSkátastarfAlţjóđastarfSkátabúđinEnglishFrench
Um BÍS
Útilífsmiđstöđvar skáta
Afslćttir til skáta
Stjórn BÍS
Fastaráđ
Alţjóđaráđ
Dagskrárráđ
Fjármálaráđ
Frćđsluráđ
Upplýsingaráđ
Fundagerđir stjórnar
Nefndir og hópar
Skátamiđstöđin
Starfsfólk BÍS
Skátaţing
Ađilar sem tengjast BÍS
Skátasambönd
Skátasamband Reykjavíkur
Ađildarfélög
Heiđursmerki BÍS
Stefnumótun
Lög og reglugerđir BÍS
Lög er varđa skátastarf
Viđbragđsáćtlun BÍS
Merki og lógó
Saga hreyfingarinnar

Bandalag íslenskra skáta

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) eða Skátahreyfingin, er landssamband íslenskra skáta.

Skrifstofa BÍS er í Skátamiðstöðinni, upplýsingar um starfsfólk skrifstofunnar má finna hér og um stjórn BÍS hér.

Leiðarljós skátahreyfingarinnar 
Markmið skátahreyfingarinnar er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Stefna skátahreyfingarinnar
Í huga hvers barns er fólginn sá kraftur sem þarf til þess að breyta heiminum. Bandalag íslenskra skáta vill skapa börnum skilyrði til þess að nýta hæfileika sína á uppbyggjandi hátt og hvetja þau til að nýta eigin reynslu til að verða heilsteyptir einstaklingar og virkir samfélagsþegnar.

Framtíðarsýn Skátahreyfingarinnar 2014 
Skátahreyfingin er öflug, sýnileg og samheldin uppeldis- og útivistarhreyfing  í örum vexti sem býður upp á skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi starf fyrir börn og ungmenni, stutt og unnið af fullorðnum og byggt á skátaanda og vináttu. 
 
Hreyfingin leggur áherslu á jákvæða ímynd, nútímalega búninga og einkenni og hefur frumkvæði að þessari þróun. Við leggjum áherslu á rétt sjálfsmat.
 
Dagskráin er hnitmiðuð, fjölbreytt og í stöðugri þróun og hentar fyrir skátaaldur (7-22 ára) og eldri skáta.
 
Skátahreyfingin er einn af fyrstu valkostum barna og foreldra í frístundastarfi og skátar verði eftirsóttir leiðtogar í samfélaginu. 
 
Hreyfingin er þekkt fyrir öfluga erindreka, samstarf sitt við hagsmunaaðila og nýtingu tækni í samskiptum og skipulagi.
 
Markmið skátahreyfingarinnar
Bandalag íslenskra skáta hefur það að markmiði að stuðla að því að skátar:
 • Sýni sjálfum sér, öðrum og umhverfinu virðingu.
 • Taki tillit til skoðana og tilfinninga annarra.
 • Geti fylgt trú sinni og sannfæringu, en geti einnig tekið gagnrýni.
 • Berjist gegn ranglæti og órétti, rétti öðrum hjálparhönd og leggi sitt af mörkum til betra samfélags.
 • Séu viljugir til þess að axla ábyrgð og ljúki þeim verkefnum sem þeir taka að sér.
 • Lifi lífinu af gleði og ánægju.
 • Hafi hugrekki til þess að láta drauma sína rætast og nýta þau tækifæri sem skapast.
 • Séu skapandi og sjálfstæðir í hugsun, orði og verki.
 • Geri ávallt sitt besta og hræðast ekki að gera mistök.
 • Séu traustir vinir og félagar.
 • Lifi heilbrigðu lífi.
 • Skilji og njóti eigin menningar og annarra.
 • Stuðli að friði, jafnrétti og bræðralagi manna á meðal.

Apríl

27.04Vinnudagur Landsmóts
skáta
 

Maí

24.05Skyndihjálparnámskeiđ
16. tíma
24.05Skyndihjálparnámskeiđ
16. tíma
30.05RosA sumar - fyrri
helgi
 

Júní

01.06Skátaflokkur Íslands
- skil
02.06Námskeiđ fyrir sumarstarfsfólk
Útilífsskóla skáta
06.06Vormót Hraunbúa
07.06Drekaskátamót 2014
13.06Vinnuhelgi Landsmóts
skáta
14.06Ţjóđhátíđardagur
Íslendinga
20.06Viđeyjarmót
Landnema
Meira...
 
 
Bandalag íslenskra skáta - Hraunbćr 123 - 110 Reykjavík - sími 5509800 - fax 5509801 - netfang skatar@skatar.is